Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Þröstur Elvar Óskarsson frá sér raf/dans lagið Flam Bang Money Scam.
Þröstur vakti fyrst athygli á tíunda áratugnum þegar danstónlist sveita eins og Daft Punk, Chemical Brothers og The Prodigy tröllriðu heimsbyggðinni. Þar var Ísland engin undantekning en ein þeirra mörgu raf/danssveita sem komu hér fram á sjónarsviðið hét Súrefni og hana skipuðu umræddur Þröstur og félagi hans Páll Arnar Sveinbjörnsson.

Lag sveitarinnar Disco naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Fyrrnefnt lag Þrastar, Flam Bang Money Scam, þykir vera virkilega þétt og sýnir að kappinn hefur engu gleymt.
So Orange á Facebook