Rokkdúóið Velvet Villain sendi á dögunum frá sér lagið Out of Sight og myndband í leiðinni. Out of Sight er annar singull af fyrstu EP plötu hljómsveitarinnar, sem ber nafnið Absence of Light og kemur út núna í byrjun desember.
Myndbandið var að mestu leiti tekið upp í æfingarhúsnæði hljómsveitarinnar þar sem meðlimir Velvet Villain komast ekki inn en yngri útgáfur þeirra hafa hertekið skúrinn. Myndbandið var tekið upp af Árna Gylfasyni og auk meðlima Velvet Villain þeim Gauta og Sölku, leika í myndbandinu systkinin Urður Erna og Ýmir Atli.
Velvet Villain á Facebook