Hljómsveitin Kriki var að senda frá sér tvö ný lög sem bera heitið Sól Úti og Better Off Alone en Sveitina skipa þau Katrín Helga Andrésdóttir, Sindri Bergsson og Hjalti Jón Sverrisson.
Bæði lögin eru ansi dreymandi og má stundum heyra áhrif frá sjöunda áratugnum. Árið 2017 gaf sveitin út plötuna svefn og fjallaði hún mikið um ástarsorg söngkonunnar Katrínu Helgadóttur. Nýju lögin fjalla hins vegar um áhugaleysi og hvað það getur verið erfitt að díla við daglegt amstur.
Margt hefur gerst síðan 2017 en Sindri og Katrín fluttu bæði frá Íslandi, Sindri til Kaupmannahafnar og Katrín til Berlínar. Í kjölfarið lagðist sveitin í smá dvala en fyrr á þessu ári fann Katrín gömul lög eftir og fanst henni þau ansi áhugaverð. Katrín flaug til Kaupmannahafnar, kom sér fyrir heima hjá Sindra og urðu lögin fullkláruð á einni viku!
Einnig var að koma út mjög skemmtilegt myndband við lagið Sól Úti: