September er lagahöfunda- og framleiðslu teymi skipað af þeim Eyþóri Úlfari Þórissyni og Andra Þór Jónssyni og hafa þeir síðastliðin þrjú ár gefið út lög sem þeir hafa unnið ásamt þekktum íslenskum söngvurum.
Má þar nefna Jón Jónsson, Steinar og síðast í laginu “Aðeins nær þér” þar sem þeir unnu með Birgittu Haukdal. Núna vinna þeir með söngkonunni Kamillu sem þeir uppgötvuðu á símaforritinu Instagram. Þeir sáu hana syngja þar og höfðu beint samband við hana um að koma í stúdíóið með þessum glæsilega árangri.
Lagið er poppballaða um þá tilfinningu þegar ástvinur yfirgefur þig og þú situr eftir með súrt ennið. Það er grípandi feel-good popplag þar sem gætir áhrifa frá fönki. Bigger Problem kom út á allar helstu streymisveitur á föstudaginn 15. nóvember.