Fyrir skömmu sendu tónlistarmennirnir Chase og Páll Óskar frá sér lagið „Stjörnur” en í gærkvöldi var frumsýnt glæsilegt myndband við lagið, á Blackbox í Borgartúni.
Öllu var til tjaldað og afar margt var um manninn enda ekki á hverjum degi sem poppgoð Íslands og eitt skærasta ungstirni landsins leiða saman hesta sína. Myndbandið er leikstýrt af Midninght Mar eða Aroni Stefánssyni eins og hann heitir réttu nafni. Margir góðir aðilar koma að gerð myndbandsins og er það gert í nánu samstarfi við sumar Kristal. Þess má geta að Chase gat því miður ekki verið á svæðinu þar sem hann þurfti að skjótast erlendis.
Ljósmyndarinn Brynjar Snær mætti á Blackbox og tók þessar fábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is.