Ef þú ert í bænum og bara í slökun mælum við eindregið með föstudagspartísýningu í Bíó Paradís á hinni óborganlegu grínmynd Stellu í orlofi.
Sýningin hefst í kvöld, 2. ágúst, klukkan 20 og eins og venjulega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inn í salinn.