Marino Kristjánsson er einn helsti snjóbrettakappi landsins en hann var að senda frá sér glænýtt myndband sem nefnist „Janúar Cruiz.“ Kappinn hefur verið talsvert á faraldsfæti þennan veturinn og hefur hann tekið þátt í fjölda móta og má þar t.d. nefna World Rookie Tour.
Þessi ungi og efnilegi snjóbrettakappi er á hraðri uppleið og gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
Kappinn er á mála hjá Brim Reykjavík, Lobster Snowboards, Goice.is og Mold Skateboards.
Frábært myndband hér á ferðinni.