Albumm.is
  • Tónlist
  • Menning
  • Viðburðir
  • AlbummTV
  • Mannlíf.is
  • Hafa skarað fram úr í tónlistariðnaðinum
    • Posted on 21.02.19
  • Á hvað er Þórdís Imsland að hlusta?
    • Posted on 21.02.1902.21.2019
  • Board Games er innblásið af æsku skákmeistarans Bobby Ficher
    • Posted on 21.02.1902.21.2019
  • Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna?
    • Posted on 20.02.19
  • Kynntust í Listaháskólanum og fóru fljótlega að semja eftir það
    • Posted on 20.02.1902.20.2019
Sendu okkur grein
Albumm.is
Albumm.is
  • Tónlist
  • Menning
  • Viðburðir
  • AlbummTV
  • Mannlíf.is
  • Tónlist

LILY OF THE VALLEY

  • Posted on 07.09.201507.09.2015
  • Albúmm.is

Lily Of The Valley er hljómsveit sem er mörgum góðkunnug en hún var meðal annars að senda frá sér lagið Wildflower. LOTV eru um þessar mundir að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og bíða margir spenntir eftir henni! Logi Marr sem er einn af söngvurum og gítarleikari sveitarinnar kom í viðtal hjá Albumm.is og sagði hann okkur frá hvernig LOTV var stofnuð, fyrirhuguðum UK túr og hvað er framundan hjá sveitinni svo fátt sé nefnt.

LILY_OF_THE_VALLEY_01 (1)


Hvenær var Lily Of The Valley stofnuð og hvernig kom það til?

LOTV var stofnuð fyrir Airwaves 2013. Ég og Mímir hóuðum saman í smá band fyrir off venue dagskrána það árið. Fljótlega eftir það fengum við Tinnu Katrínu með okkur í lið og þá fóru hjólin að snúast. Gáfum út lagaþrennu sumarið eftir sem gekk vel og voru lögin mikið spiluð. Hópurinn í dag er samt orðinn töluvert stærri. Við bættum við okkur alveg stórkostlegum strákum snemma á þessu ári og stækkuðum fjöldskylduna. Munurinn á sándinu er líka gríðarlegur og við vildum ekki þróa það með neinum öðrum en þeim, takk boys!

 

Nú er lagið Wildflower komið út sem er af væntanlegri plötu ykkar, hvað getið þið sagt mér um lagið og plötuna?

Ég kom með lagið til Mímis eitt kalt kvöldið í vetur og leyfði honum að heyra. Var ekki kominn með neinn texta við það á þeim tímapunkti en hann elskaði þetta svo mikið að við skelltum bara í texta á staðnum. Við ímynduðum okkur að við værum í viðarkofa einhverstaðar í Colorado um hásumar. Köflóttar skyrtur og Levi‘s…þetta lag er sú stemming! Eins og með margt annað er þetta líka um konur…isn‘t it all? Platan verður í þeim dúr einnig, þetta er persónuleg plata og þetta eru hlutir sem við þurfum að segja. Ást, trú, lífið og dauðinn. Erum með spennandi blöndu folks og electro á þessari plötu sem ég held að eigi eftir að koma fólki á óvart.

 

Hvernig munduð þið lýsa tónlist LOTV og hvaðan fáið þið innblástur?

LOTV spilar tónlist frá hjartanu og með hjartanu. Við sækjum innblástur í allt. Það væri hægt að flokka  okkur í hvað sem er í rauninni en þetta eru hlutir sem við viljum segja eða koma frá okkur á þennan hátt. LOTV er meira en hljómsveit, þetta er hópur fólks sem hefur eitthvað að segja.

 

Hvernig er lagasmíðunum háttað og eru aldrei ágreiningar innan bandsins í þeim efnum?

Ég kem yfirleitt með lag og texta til krakkanna og svo hjálpumst við að með að útsetja lögin og klára þau. Það eru aldrei ágreiningar í þessu bandi, eins og ég sagði áðan þá eru allir að vinna að “greater purpose,“ svo erum við bara svo fáránlega góðir vinir. Frank Raven gítarleikari vill reyndar syngja öll lög en það er eðlilegt, hann er holdgervingur lífsins.

 

Hvar sjáið þið LOTV eftir fimm ár?

Vonandi verðum við ennþá að gera tónlist, ennþá í kringum hvort annað og öll ennþá með heilsu. LOTV er rétt að byrja.

 

photo

 

Ef það væri ein hljómsveit eða tónlistarmaður/kona sem þið gætuð unnið með hver væri það og afhverju?

Hef sagt þetta áður, ég myndi vilja vinna með Lisu Hannigan. “Lisa if you are reading this, call me.“ Þvílíkt talent og allt sem hún gerir er gull. Hands down!

 

Ef það væri klukkutími í heimsendir hvaða plata væri sett á fóninn og af hverju?

Þegar ég og Frank Raven höfum smakkað smá vín og eðlilega getum ekki keyrt okkur heim, hýsir bróðir minn okkur oft hjá sér. Þá göngum við í gegnum ákveðinn ritual þar sem hann býr um okkur og setur svo Rumours með Fleetwood á fóninn. Þessi ritual hefur gengið sinn gang undanfarin ár og við komumst aldrei á enda A-side áður en við sofnum. Svo ég myndi segja Rumours því þá færi ég allavega inn í eilífðina sofandi.

 

Hvernig er hljóðfæraskipan í bandinu og hver er besti hljóðfæraleikarinn?

Ég, (Logi Marr) spila á gítar og syng. Mímir Nordquist spilar á hljómborð/syntha og syngur. Tinna Katrín syngur á meðan Frank Raven sér um gítarleik en syngur einnig! Leó Ingi spilar á bassa og syngur á meðan Thor Guðmundsson sér um trommuslátt…en hann getur sko sungið líka. Ég verð líklega að segja að Frank sé bestur annars verður vesen, hann er líka með flottasta hárið (það má samt ekki spurja hann um hárið).

 

 

Ætlið þið að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi og er eitthvað á dagskránni að fara erlendis að spila?

Heldur betur. Platan mun vonandi koma út snemma í haust og þá verður nú trúlega blásið til útgáfutónleika. Svo verður UK tour hjá okkur í september. Þá munum við skella okkur til Norður-Englands og spila þar á nokkrum tónleikum. Annars er LOTV alltaf að dreifa boðskapnum og það verður ekkert lát á því.

 

11267175_10152858519557341_6081334881876983684_n

 

Hvað er framundan hjá LOTV?

LOTV verður á Norðurlandi um versló, spilum á Síldarævintýrinu á Silgufirði á föstudeginum og Ein með öllu á Akureyri á sunnudagskvöldinu. Svo verðum við í kvöld (09.07.2015) á Gauknum með einvala liði tónlistarmanna, frá Ameríku meðal annars! Látið sjá ykkur því við elskum ykkur öll. Takk fyrir að standa með okkur og njótið þess að vera til.

 

 

 

 

 

Total
0
Shares
Deila 0
Tísta 0
Fyrri grein
  • Tónlist

KSF

  • Posted on 07.02.201507.02.2015
  • Albúmm.is
Lesa meira
Næsta grein
  • Tónlist

KALEO

  • Posted on 07.16.201507.16.2015
  • Albúmm.is
Lesa meira
Þér gæti einnig líkað við
Lesa meira
  • Tónlist

„Mér finnst ég eiga mikið inni sem lagasmiður”

  • Posted on 12.26.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

Dúkkulísurnar hringja inn jólin: „Við erum enn sömu rokkhundarnir“

  • Posted on 12.23.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Lásum okkur aldrei til heldur prófuðum okkur bara áfram”

  • Posted on 12.19.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Bak við æfðu sögurnar og tilbúnu svörin er alltaf önnur útgáfa”

  • Posted on 12.19.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

Hversdagslíf, draumar og þrár Reykjavíkurdætra

  • Posted on 12.18.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Allir á íslandi eru óhræddir við að fara sínar eigin leiðir”

  • Posted on 12.14.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Öll þessi industrial sound í umhverfinu er tónlist fyrir mér”

  • Posted on 12.11.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Er til í að svara öllum spurningum og deila því sem ég get deilt”

  • Posted on 12.04.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
  • Mest lesið
  • vikan
  • Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018 Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna ...
  • Hafa skarað fram úr í tónlistariðnaðinum Hafa skarað fram úr í ...
  • Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna? Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku ...
  • Kynntust í Listaháskólanum og fóru fljótlega að semja eftir það Kynntust í Listaháskólanum og fóru ...
  • Board Games er innblásið af æsku skákmeistarans Bobby Ficher Board Games er innblásið af ...
  • Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018 Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018
  • „Hlakka til að verja nokkrum mánuðum í tökum á Íslandi“ „Hlakka til að verja nokkrum mánuðum í tökum á Íslandi“
  • „Stundum á maður ekki samleið lengur" „Stundum á maður ekki samleið lengur”
  • Endurfæðingu Albumm var fagnað rækilega á Blacbox Endurfæðingu Albumm var fagnað rækilega á Blacbox
  • Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna? Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna?
Board Games er innblásið af æsku skákmeistarans Bobby Ficher. 13 0
Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018. 16 1
Einlægir textar og grípandi laglínur: B.V.O.Y er komin út. 15 0
„Það stóð alltaf til að gefa út hjá Metalheadz. 23 0
Algjörlega sturluð plata frá Axis Dancehall. 29 2
Trylltir útgáfutónleikar: Floni kveikti í kofanum. 28 0
GJAFALEIKUR - albumm.is & @inklawclothing. 41 10
Endurfæðingu Albumm var fagnað rækilega á Blacbox. 43 0
Rappar á þremur tungumálum. 20 1
„Hlakka til að verja nokkrum mánuðum í tökum á Íslandi“. 37 3
Þá er Albumm.is opið á ný og við erum virkilega glöð að geta tilkynnt það! Eftir mjög mikla vinnu og mikinn undirbúning er þetta orðið að veruleika! 41 0
VIÐ ERUM KOMIN Í SAMSTARF VIÐ MANNLÍF 39 0
Fylgja
Albumm.is
  • Tónlist
  • Menning
  • Viðburðir
  • AlbummTV
  • Mannlíf.is
Skúlagata 1 | 101 Reykjavík 2. hæð | Sími: 612-9150

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter.