Þá er annar þátturinn af seríunni Heimsókn í hornið kominn í loftið en þetta er viðburðarsería á vegum Albumm.is og Hljóðfærahússins. Í þetta sinn mætti hljómsveitin Bagdad Brothers en sveitin hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu.

Bagdad Brothers spilaði fyrir viðstadda, rabbaði við gesti og gangandi og myndaðist afar skemmtileg stemning. Mikið er um að vera hjá sveitinni en nýlega unnu þeir til Kraums verðlauna og hrepptu verðlaun sem besta tónleikavseitin á Grapevine Music Awards.

Áætlað er að hafa Heimsókn í hornið mánaðarlega nánar tiltekið fyrsta hvern föstudag hvers mánaðar en fyrirkomulagið er afar afslappað, aðgangur ávallt ókeypis og misjafnt hvað verður boði hverju sinni. Tónleikar, spjall, kennsla eða blanda af öllu saman!
Myndbandið er unnið af James Cox/Paradís Sessions fyrir Hljóðfærahúsið og Albumm.is.
Hljóðfærahúsið á Instagram