Árlega birtir NOMEX, samstarfsvettvangur norrænna útflutningsskrifstofa, lista af 20 aðilum undir 30 ára aldri sem talin eru hafa skarað fram úr í tónlistariðnaðinum á Norðurlöndunum. Þessir aðilar hafa átt töluverðan þátt í velgengni tónlistariðnaðarins í hverju landi fyrir sig og vöxt þeirra verkefna sem þau starfa í. Þetta er ungt fólk á bak við tjöldin sem eru með nýjar, ferskar hugmyndir og öðruvísi sjónarmið sem er nauðsynlegt fyrir fólk í tónlist, sem er síbreytilegur iðnaður.
Nordic Music Biz´ viðurkenningarnar hafa undanfarin ár verið veittar af krónprinsi Noregs, Hákoni, við mikil hátíðhöld. Ekkert bendir til þess að hátíðhöldin verði neitt síðri í ár. Viðurkenningarnar verða veittar í Osló á By:Larm í Noregi þann 28. febrúar. ÚTÓN birtir myndir af viðburðinum strax að honum loknum.
Í ár eru hvorki meira né minna en 3 Íslendingar á listanum og er það til marks um hve mikil þróun og vöxtur hefur verið í íslenskum tónlistariðnaði síðustu misseri. Þessir aðilar eru valdir á þeim grundvelli fyrir að hafa áhrif, skapandi hugmyndir og innblástur á íslenska tónlistariðnaðinn. Þessir aðilar eru Anna Ásthildur Thorsteinsson, Marketing manager, Iceland Airwaves, Sigríður „Sigga” Ólafsdóttir, Festival director, Sónar Reykjavík, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Label management / Radio director, Les Fréres Stefson / 101derland, Iceland.
Anna er markaðsstjóri hjá Iceland Airwaves og Sena Live. Airwaves er ein elsta og stærsta tónlistarhátíð í Reykjavík. Anna er með háskólagráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hún vann áður hjá Iceland Music Export, Sónar Reykjavík, Ja Ja Ja Berlin og fleira tengt tónlistariðnaðnum.
Sigríður, betur þekkt sem Sigga, er framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík hátíðarinnar. Sónar er alþjóðleg teknó-‐tónlistarhátíð sem byrjaði í Barcelona 1994 og kom seinna til Reykjavíkur. Sigga er með mikla reynslu í tengslum við tónlistariðnaðinn undanfarin 7 ár og hefur verið meðal annars verið umboðsmaður fyrir Retro Stefson og FM Belfast, komið að mörgum stórum viðburðum og kvikmynda framleiðslu.
Unnsteinn er útvarpsstjóri hjá 101 live radio, og starfar hjá 101derland sem plötuútgefandi og forleggjari. Áður fyrr var hann meðlimur í hljómsveitinni Retro Stefson sem náði miklum vinsældum og vann fjölmörg tónlistarverðlaun á Íslandi. Unnsteinn hefur einnig starfað í sjónvarpi og sá um 3 seríur af þáttunum Hæpið á Rúv sem vann til tvenna Eddu verðlauna.
Hægt er að nálgast heildarlistann yfir 20 UNDER 30 og fleiri upplýsingar um verðlaunin hér.