KrisH og Rósi voru að senda frá sér brakandi ferskt myndband og lag sem nefnist Plöntur. Kristján Hrafn Gíslason (KrisH) var að hlusta á lögin hanns Rósa og fannst mikið til hanns koma og hafði samband við kappann, skellt var í umrætt lag daginn eftir og myndbandið kom mjög fljótlega í kjölfarið. Lagið er ekki um neitt sérstakt bara svona egóboost! Segir KrisH. En myndbandið er í dekkri kantinum og segja þeir félagar að það hafi verið gert vísvitandi.
Við vildum hafa myndbandið svolítið dark og þess vegna er það tekið upp í myrkri og í svarthvítu. Það er ekki mikil saga á bakvið það en okkur finnst bara svo gaman að gera tónlist og myndbönd – KrisH.
Það eru Hollow Skullz sem gera taktinn en það eru þrír íslenskir strákar sem mynda þann hóp. Kapparnir herja á enn frekara samstarf og bíðum við spennt eftir framhaldinu!