Albumm.is
  • Tónlist
  • Menning
  • Viðburðir
  • AlbummTV
  • Mannlíf.is
  • Hafa skarað fram úr í tónlistariðnaðinum
    • Posted on 21.02.19
  • Á hvað er Þórdís Imsland að hlusta?
    • Posted on 21.02.1902.21.2019
  • Board Games er innblásið af æsku skákmeistarans Bobby Ficher
    • Posted on 21.02.1902.21.2019
  • Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna?
    • Posted on 20.02.19
  • Kynntust í Listaháskólanum og fóru fljótlega að semja eftir það
    • Posted on 20.02.1902.20.2019
Sendu okkur grein
Albumm.is
Albumm.is
  • Tónlist
  • Menning
  • Viðburðir
  • AlbummTV
  • Mannlíf.is
  • Tónlist

EDVARD EGILSSON

  • Posted on 02.03.201602.03.2016
  • Albúmm.is

eddi 2

Edvard Egilsson er margt til lista lagt en hann er tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og módel svo fátt sé nefnt. Kappinn hefur verið andlit Levi´s, Unnið fyrir ekki ómerkari fyrirtæki eins og Wesc, The Standard og Toy Story. Tónlistin er næst hjartanu og er Ep plata væntanleg frá þessum mikla snilling. Edvard er viðmælandi vikunnar á Albumm.is og sagði hann okkur frá lífinu í Los Angeles, tónlistinni og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.


Hvenær og hvernig byrjaði þinn tónlistaráhugi og hvenær byrjaðir þú að grúska í tónlist?

Tónlist hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi. Afi spilaði á píanó, pabbi líka og svo má ekki gleyma Hermínu frænku. Ég byrjaði að læra á píanó sem barn og svo trommur og ásláttarhljóðfæri seinna meir í Lúðrasveit Seltjarnarness. Þegar ég kláraði grunnskóla var ég byrjaður að semja tónlist og 16 ára hóf ég tónlistarferil minn faglega.

eddi 1

Hvernig og hvaða tónlist hefur haft áhrif á þig og á hvað ertu að hlusta á þessa dagana?

Ég er að hlusta á allskonar tónlist þessa dagana, mikið af góðri tónlist þarna úti. Það sem hefur mestu áhrif á mig er örugglega kvikmyndatónlist eða tónlist sem hefur í sér sögu. Svo hlusta ég mikið á soul og funk, eitthvað með djúpum bassa og góðu grúvi. Er með Opia – Falling á fóninum núna. Nils Frahm, Chet Faker og Tom Misch eru líka í miklu uppáhaldi.

Þú ert ekki eingöngu tónlistarmaður heldur einnig kvikmyndagerðarmaður og módel svo fátt sé nefnt, hefur skapandi vinna alltaf heillað þig og hvernig kom til að þú fórst út í módel bransann?

Já skapandi vinna hefur alltaf heillað mig. Ef ég er ekki að semja tónlist finnst mér gaman að teikna eða vinna að einhverju í höndunum. Ég byrjaði bara af gamni í módel bransanum. Var þá nýfluttur til Los Angeles, var kynntur fyrir liðinu á skrifstofu Next Management, og labbaði út með samning. Bókaði stuttu síðar herferð fyrir Levi’s, Converse o.fl.

eddi 3

Finnst þér eitthvað eitt skemmtilegra en annað sem þú ert að gera eða er þetta allt jafn skemmtilegt?

Tónlist er númer eitt,tvö og þrjú en ég hef gaman að þessu öllu.

Þú býrð í Los Angeles, hvað ertu búinn að búa þar lengi og hafa margar dyr opnast þér eftir að þú fluttir til borg englanna?

Ég hef búið í Los Angeles í sjö ár og alltaf er maður að uppgötva eitthvað nýtt. LA er frábær borg til þess að láta drauma sína rætast. Ég kann vel við mig hér og sífellt opnast nýjar dyr.

eddi 5

Geturðu nefnt mér fimm plötur sem hafa haft mest áhrif á þig í gegnum tíðina?

1 Michael Jackson – Bad

2 Daft Punk – Discovery

3 Pink Floyd – Dark Side of the Moon

4 Bee Gees – Greatest

5 Prodigy – The Fat of the Land

og ég verð að bæta við Snoop Dogg – The Last Meal J

Þú hefur unnið með fyrirtækjum eins og Wesc, The Standard hótel keðjunni og í kringum Toy Story vörumerkið, allt eru þetta stór nöfn. Er ekki erfitt að landa svona stórum verkefnum og getur þetta ekki verið stressandi vinna?

Ég hef bara unnið hörðum höndum, komið vel fram og þá ratar maður inn um ýmsar dyr. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvar tækifærin leynast. Auðvitað er þetta krefjandi vinna og getur verið stressandi eins og flest en að lifa á tónlist er draumur í dós og ég get ekki kvartað.

Hvernig er að búa þar sem er alltaf gott veður og geturðu lýst típískum degi hjá þér?

Það er auðvelt að gera sér glaðan dag í Los Angeles. Ég vakna yfirleitt snemma á morgnanna, sest út á svalir í sólina með kaffi, vökva plönturnar og hlusta á ljúfa tóna þangað til ég fer í stúdíóið og dembi mér í vinnu. Stundum fer ég í prufur fyrir auglýsingar eða á fundi yfir daginn. Svo eftir afkastamiklan dag skelli ég mér kannski á einn ískaldan, horfi á sólina setjast og fer beint aftur inn í stúdíóið haha.

eddi 4

Hvað er framundan hjá þér?

Það er margt spennandi framundan. Akkúrat núna er ég að vinna að tónlist fyrir auglýsingaherferð í Kína og svo er ég að leggja lokahönd á poppsmell fyrir flottan artista frá New York sem ratar líklegast inn á útvarp í Bandaríkjunum. Svo er ég að vinna að minni eigin EP plötu sem ég stefni á að gefa út síðar á árinu.

FYLGIST MEÐ EDVARDI Á:

http://www.edvardegilsson.com/

https://www.facebook.com/edvardegilsson/

https://www.instagram.com/mreddiehouse/

Total
0
Shares
Deila 0
Tísta 0
Fyrri grein
  • Tónlist

KRISTINN SÆMUNDSSON / KIDDI KANÍNA

  • Posted on 01.28.201601.28.2016
  • Albúmm.is
Lesa meira
Næsta grein
  • Tónlist

GUÐGEIR SÍMON STEFÁNSSON

  • Posted on 02.10.201602.09.2016
  • Albúmm.is
Lesa meira
Þér gæti einnig líkað við
Lesa meira
  • Tónlist

„Mér finnst ég eiga mikið inni sem lagasmiður”

  • Posted on 12.26.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

Dúkkulísurnar hringja inn jólin: „Við erum enn sömu rokkhundarnir“

  • Posted on 12.23.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Lásum okkur aldrei til heldur prófuðum okkur bara áfram”

  • Posted on 12.19.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Bak við æfðu sögurnar og tilbúnu svörin er alltaf önnur útgáfa”

  • Posted on 12.19.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

Hversdagslíf, draumar og þrár Reykjavíkurdætra

  • Posted on 12.18.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Allir á íslandi eru óhræddir við að fara sínar eigin leiðir”

  • Posted on 12.14.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Öll þessi industrial sound í umhverfinu er tónlist fyrir mér”

  • Posted on 12.11.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
Lesa meira
  • Tónlist

„Er til í að svara öllum spurningum og deila því sem ég get deilt”

  • Posted on 12.04.201801.02.2019
  • Ritstjórn Albumm.is
  • Mest lesið
  • vikan
  • Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018 Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna ...
  • Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna? Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku ...
  • Hafa skarað fram úr í tónlistariðnaðinum Hafa skarað fram úr í ...
  • Kynntust í Listaháskólanum og fóru fljótlega að semja eftir það Kynntust í Listaháskólanum og fóru ...
  • Einlægir textar og grípandi laglínur: B.V.O.Y er komin út Einlægir textar og grípandi laglínur: ...
  • Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018 Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018
  • „Hlakka til að verja nokkrum mánuðum í tökum á Íslandi“ „Hlakka til að verja nokkrum mánuðum í tökum á Íslandi“
  • „Stundum á maður ekki samleið lengur" „Stundum á maður ekki samleið lengur”
  • Endurfæðingu Albumm var fagnað rækilega á Blacbox Endurfæðingu Albumm var fagnað rækilega á Blacbox
  • Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna? Hverjir hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna?
Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins 2018. 15 1
Einlægir textar og grípandi laglínur: B.V.O.Y er komin út. 15 0
„Það stóð alltaf til að gefa út hjá Metalheadz. 23 0
Algjörlega sturluð plata frá Axis Dancehall. 29 2
Trylltir útgáfutónleikar: Floni kveikti í kofanum. 28 0
GJAFALEIKUR - albumm.is & @inklawclothing. 41 10
Endurfæðingu Albumm var fagnað rækilega á Blacbox. 42 0
Rappar á þremur tungumálum. 20 1
„Hlakka til að verja nokkrum mánuðum í tökum á Íslandi“. 36 3
Þá er Albumm.is opið á ný og við erum virkilega glöð að geta tilkynnt það! Eftir mjög mikla vinnu og mikinn undirbúning er þetta orðið að veruleika! 41 0
VIÐ ERUM KOMIN Í SAMSTARF VIÐ MANNLÍF 39 0
Steinar Fjeldsted fór í viðtal hjá @valaeiriks á @fm957 út af nýja Albumm.is vefnum sem opnar á laugardaginn 16. Febrúar! 54 2
Fylgja
Albumm.is
  • Tónlist
  • Menning
  • Viðburðir
  • AlbummTV
  • Mannlíf.is
Skúlagata 1 | 101 Reykjavík 2. hæð | Sími: 612-9150

Sláðu inn leitarorð og ýttu á Enter.