Eflaust eru margir ansi þreyttir í dag eftir annasama Airwaves helgi. Iceland Airwaves er alltaf sannkölluð „station“ keyrsla, enda er mjög margt að sjá og uppgötva.
Í ár var reynt að fara með hátíðina aftur í ræturnar, „Showcase” hátíð með nýjum og spennandi böndum í bland við ögn þekktari sveitir eða listafólk. Ekki eins mörg svokölluð „Off Venue” voru í boði en ég held að allir geta verið sammála um það að hátíðin í ár hafi verið „total success.”
Það skemmtilega við Airwaves er fjölbreytileikinn í tónlistinni og fólkinu sem henni fylgir. Allskonar fólk og týpur frá öllum löndum alheimsins. Við hjá Albumm drukkum að sjálfsögðu í okkur allar stefnur og strauma en það sem okkur fanst standa upp úr var meðal annars Auður, OMAM, Booka Shade, Orville Peck, Hatari svo mjög fátt sé nefnt.
Nú þegar er búið að tilkynna hátíðina 2020 og hlakkar okkur mikið til.
Ljósmyndarinn Florian Trykowski mætti á Airwaves og tók þessar frábæru ljósmyndir.