Hljómsveitin Band of Reason var að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Bullseye og er forsmekkurinn af EP plötunni Grooves sem kemur út í september og inniheldur fjögur frumsamin lög.
Tilurð sveitarinnar Band of Reason má rekja til þess að fyrir nokkrum árum endurnýjuðu fjórir vinir kynnin við rokkgyðjuna eftir langt hlé og fóru að hittast reglulega og óreglulega í bílskúr í austurbænum til að spila rokk. Áður en langt var um liðið voru þeir farnir að semja eigin tónlist og uppgötvuðu að efnið var skratti gott!
Árið 2017 gáfu þeir svo út plötuna Open Road sem fór ekki hátt enda drengirnir ekki með doktorsgráðu í að koma sér á framfæri. Þeir spiluðu þó nokkrum sinnum við góðan orðstír og sáu að það var fullt tilefni til að gera meira… sem þeir gerðu! tvö lög komu síðan út um mitt árið 2018 og rokkræturnar farnar þar að segja meira til sín. Eftir marga bjóra, hressar æfingar, þras, mas og skemmtilega tíma í stúdíói eru þeir nú tilbúnir með nýtt rokklag sem leit dagsins ljós á menningarnótt. Meðlimir Band of Reason eru: Ari Ingólfsson (gítar og söngur), Carl Tulinius (gítar og söngur), Finnur Sigurðsson (trommur/söngur) og Friðbjörn Hólm Ólafsson (bassi)
Band of reason á Facebook